Ragnar Már Garðarsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar luku leik í 7. sæti á TPC Sawgrass

Ragnar Már Garðarson, GKG og golflið McNeese luku leik í gær á Sea Best Invitational mótinu, sem fram fór á TPC at Sawgrass í Dye´s Valley, Flórída.

Mótið fór fram dagana 2.-3. febrúar 2015 og lauk í gær.

TPC Sawgrass
TPC Sawgrass

Ragnar Már lék á samtals 234 höggum (79 74 81) og var á 4. besta heildarskori McNeese, sem hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni.  en alls tóku þátt 81 frá 15 háskólum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sea Best Invitational  SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ragnars Más og félaga er 20. febrúar n.k. í Houston Texas, en University og Houston er gestgjafi mótsins.