Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2015 | 21:00

Öryggisvörður kærir Tiger

Tiger Woods á málshöfðun yfir höfði sér frá fyrrum lögreglumanni, sem segist hafa fallið á hálu gólfi í glæsihýsi Tiger í Flórída,  þar sem hann vann sem öryggisvörður.

John Davis, en svo heitir öryggisvörðurinn, kærði Tiger eftir að hann datt á hálu, blautu stífbónuðu marmaragólfinu á heimili Tiger í  Jupiter Island árið 2010 og hlaut hnjámeiðsli af.

Davis segir að hann hafi þurft að gangast undir uppskurð á hnénu og verði að leggjast aftur undir hnífinn síðar á árinu.

Lögmaður Davis, Michael Feiler, sagði á flórídönsku fréttasíðunni GossipExtra.com:

„Umbjóðandi minn var lífvörður Tiger á eign hans og vegna  gáleysis annarra féll hann og hlaut alvarleg meiðsli.“