Hvað var í sigurpoka Koepka?
Brooks Koepka sigraði á Waste Management Phoenix Open með glæsilokahring upp á 5-undir pari 66 högg og tryggði þar með fyrsta PGA Tour titil sinn.
Hinn 24 ára Koepka er sá síðasti til að sigra með nýja 2015 Titleist Pro V1x boltanum, en hann notaði boltann í fyrsta sinn á TPC Scottsdale.
„Ég fékk tækifæri til að æfa mikið með nýja boltanum þegar ég var heima s.l. mánuði og ég er fullur sjálfstrausts,“ sagði Koepka. „Það sem mér finnst best við hann er árangurinn sem ég næ af 60 yarda færi með honum og hann er mýkri en fyrri Titleist boltar. Lengd af járnunum er svipuð en ég elska það sem ég fæ út úr honum þegar ég skora og ég hlakka til að spila með boltanum undir pressu.“
Titleist’s 2015 Pro V1 og Pro V1x hafa verið til sölu frá því í október, þegar fyrst var farið að nota þá á PGA Tour á he Shriners Hospitals for Childrens Open.
Síðan þá hafa ýmsir PGA Tour leikmenn notað þá s.s.: Koepka, Bill Haas, Jimmy Walker, Bubba Watson, Jordan Spieth og Charley Hoffman.
Hundruðir kylfinga um allan heim nota boltann líka m.a. leikmenn á borð við Adam Scott, Ian Poulter og Hunter Mahan.
Hér má sjá lista yfir afganginn af sigurverkfærum Koepka á Phoenix Open.
Dræver: Titleist 915D2 (Mitsubishi Diamana White +72 X skaft), 9.5°
3-tré: Titleist 915Fd (Mitsubishi Diamana White +82 X skaft), 15°
Blendingur: Titleist 915Hd (Mitsubishi Diamana White +92 X skaft), 20.5°
Járn: Titleist CB 714 (4-9; True Temper Dynamic Gold X100 sköft)
Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM5 (48°; True Temper Dynamic Gold X100 skaft), Titleist Vokey Design SM5 (52° og 56° True Temper Dynamic Gold S400 sköft), Titleist Vokey Design SM4 TVD (60°; True Temper Dynamic Gold S400 skaft)
Pútter: Scotty Cameron Newport 2 SLT T10
Bolti: Titleist Pro V1x.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
