Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2015 | 09:00

PGA: Brooks Koepka sigraði á Phoenix Open – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open í gærkvöldi.

Koepka spilaði á samtals 15 undir pari, 269 höggum (71 68 64 66) og átti 1 högg á þá sem næstir komu, en það voru Bubba Watson, Ryan Palmer og Hideki Matsuyama, en allir voru þeir samtals á 14 undir pari, hver.

Áhugamaðurinn Jon Rahm og skoski kylfingurinn Martin Laird, sem leiddi fyrir lokahringinn deildu 5. sætinu, á samtals 12 undir pari, hvor.

Litið er á Koepka sem eina af rísandi stjörnum bandarískra kylfinga, en hann spilaði m.a. á Evróputúrnum á s.l. keppnistímabili og var valinn nýliði ársins þar.

Til þess að sjá lokastöðuna á Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: