Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2015 | 08:00

PGA: Örn Luke Guthrie á 4. degi á Phoenix Open – Myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Luke Guthrie átti flott 300 metra dræv, á 17. holu á 4. degi Waste Management Phoenix Open …. sem næstum fór ofan í holu fyrir ási. Par-4, 17. brautin er 322 yardar eða 294 metrar og var dræv Guthrie því vel yfir 300 metra.

A.m.k. sleikti boltinn stöngina, en höggið var of kraftmikið og fór fram yfir grín í átt að nokkrum fuglum sem þar voru og stukku upp.

Guthrie átti síðan ekki síður flott pitch fyrir erninum, u.þ.b. 9 metrum frá holu, sem fór beint ofan í.

Þó ekki hafi ásinn orðið að veruleika skreytti flottur örn skorkort Guthrie í gær.

Deginum þar áður varð Guthrie 25 ára, en hann er fæddur 31. janúar 1990 og fannst honum m.a. 16. holan á TPC Scottsdale frábær því allir sungu afmælissönginn fyrir hann þar!

Til þess að sjá glæsilegan örn Guthrie SMELLIÐ HÉR: