Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2015 | 07:00

Ás Paulu Creamer

Paula Creamer fór holu í höggi á 2. hring Coates Golf Championship, sem fram fór í Ocala í Flórída nú um helgina.

Paula segir að hún virðist hafa sérstakt lag á að fara holu í höggi á holum þar sem engin verðlaun eru.

En hún segir það ekki skipta máli þetta sé eftir sem áður 1 á skorkortinu.

Paula lauk keppni í Coates Golf Championship í T-53, þ.e. deildi 53. sætinu ásamt 5 öðrum á samtals 4 yfir pari, 292 höggum (72 70 77 73).

Eins og sjá má var 2. hringurinn hennar besti hringur

Til þess að sjá ásinn og viðtal við Paulu um hann SMELLIÐ HÉR: