Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 12:55

Evróputúrinn: Rory sigraði í Dubaí

Það kom víst engum á óvart að það var nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy frá N-Írlandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á Omega Dubaí Desert Classic, en hann var búinn að leiða frá 2. keppnisdegi í mótinu.

Rory spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (66 64 66 70) og er þetta fyrsti sigur hans á árinu 2015.

Þetta er 10. sigur Rory á Evrópumótaröðinni og sá fyrsti frá 10. ágúst á síðasta ári, 2014, þegar Rory sigraði á PGA Championship risamótinu.

Þetta er í 2. skiptið sem Rory sigrar á Omega Dubaí Desert Classic, en fyrra skiptið kom sigurinn 1. febrúar 2009 nákvæmlega fyrir 6 árum og var það fyrsti sigur Rory sem atvinnumanns.

Í 2. sæti varð Alex Noren frá Svíþjóð á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 67 69 65). Það var einkum stórglæsilegur lokahringur Noren sem tryggði honum 2. sætið – þ.e. hringur upp á 7 undir pari, 65 högg, þar sem Noren fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Í 3. sæti varð Stephen Gallacher á samtals 16 undir pari og 4. sætinu deildu þeir Martin Kaymer, Gary Stal, Bernd Wiesberger, Morten Örum Madsen og Andy Sullivan; allir á 15 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: