Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 12:37

LPGA: Na Yeon Choi sigraði á Coates Golf Championship

Það var NY Choi frá Suður-Kóreu sem sigraði á 1. móti 2015 keppnistímabilisins á LPGA; Coates Golf Championship, sem fram fór í Ocala, Flórída.

Choi lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 70 66 68).

Aðeins 1 höggi á eftir varð nýkrýnd nr. 1 á Rolex-heimslistanum og sú yngsta til þess að ná þeim áfanga, aðeins 17 ára en það er auðvitað Lydia Ko.

Hún deildi 2. sætinu með þeim Jessicu Korda frá Bandaríkjunum og Ha-na Jang frá Suður-Kóreu.   Allar léku þær stöllur á samtals 15 undir pari.

Í 5. sæti varð síðan Amy Yang frá Suður-Kóreu; var samtals á 14 undir pari; í 6. sæti varð Alison Walshe frá Bandaríkjunum og í 7 . sæti Brittany Lang.

Til þess að sjá lokastöðuna á Coates Golf Championship SMELLIÐ HÉR: