Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 09:00

PGA: Samantekt frá 16. holu á 3. degi í Phoenix

Áhorfendur eru fjölmargir og býsna skrautlegir við 16. holuna á TPC Scottsdale, í Scottsdale Arizona þar sem Waste Management Phoenix Open fer fram.

Menn klæðast ýmsum skrautlegum búningum og svo er líka ansi mikið drukkið af bjór, sem öðru.

Allaveganna, allir að skemmta sér.  Aðdáendur Rickie Fowler voru fjölmennir, sumir með stóra appelsínugula kúrekahatta; Prúðuleikararnir voru mættir á svæðið í gær a.m.k. 2 klæddir eins og þeir og síðan mættu kylfingarnir hver af öðrum og sýndu snilldartaka ….. sérstaklega ítalski kylfingurinn Francesco Molinari.

16. holan er eflaust draumahola allra að fá ás á og hann fékk Molinari einmitt – En ýmsir aðrir voru nálægt því að fara að fordæmi Molinari eins og sjá má hér að neðan.

Til þess að sjá samantektina frá 3. degi á 16. holu á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: