Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 23:23

PGA: Það rigndi bjórdósum þegar Francesco Molinari fór holu í höggi á 16. holu á Phoenix Open

Það rigndi bjórdósum á 3. hring Waste Management Phoenix Open á par-3 16. holunni frægu þegar Francesco Molinari fór holu í höggi þar fyrr í kvöld.

Sjá má ásinn flotta hjá Molinari með því að SMELLA HÉR: 

Molinari notaði pitching-wedge við ásinn, af 133 yarda (121,6 metra) færi.

Áhorfendur, tjúnuðust upp og það rigndi bjór og bjórdósum inn á völlinn eftir að ás Molinari var staðreynd.

Ég gat ekki annað en brosað,“ sagði Molinari eftir glæsihring sinn upp á 7 undir pari, 64 högg á 3. hring. „Brian Davis var hins vegar því miður að spila á eftir mér og hann varð að bíða meðan að flötin og glompurnar voru hreinsaðar (af bjórdollum).  Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu.  Þetta var ótrúleg tilfinning fyrir mig að vera þarna og fara holu í höggi í þessum kringumstæðum!“