Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Rory leiðir í Dubaí – Hápunktar 2. dags

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, leiðir á Omega Dubaí Desert Classic mótinu, þegar allir hafa lokið leik.

Hann er með 1 höggs forystu en samtals er Rory búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (66 64).

Rory átti stórglæsilegan 2. hring upp á 8 undir pari, 64 högg þar sem hann skilaði hreinu skorkorti; fékk 8 fugla og 10 pör.

Þriðji hringurinn er þegar hafinn og eftir 4 leiknar holur er Rory enn búinn að auka forystu sína í 16 undir pari; búinn að fá 2 fugla á fyrstu 4 holurnar!!!

Til þess að fylgjast með á skortöflu á Omega Dubaí Desert Classic, en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: