Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2015 | 13:45

Adam Scott snýr aftur til keppni 5. mars n.k.

Adam Scott, nr. 3 á heimslistanum, birti í dag á facebook síðu sinni hluta af keppnisdagskrá sinni fyri árið 2015.

Hann ætlar sér að hefja árið með þátttöku í Cadillac heimsmótinu í Flórída og spila síðan í hverri viku fram að Masters risamótinu, sem hann sigraði s.s. allir vita á sögulegan hátt árið 2013.

Eftir Cadillac heimsmótið spilar Scott í Valspar mótinu, Arnold Palmer mótinu og síðan Valero Texas Open.

Adam Scott er enn að jafna sig eftir að hafa misst frábæran kylfubera sinn Stevie Williams, sem áður var á pokanum hjá Tiger, en hefir nú  ákveðið að draga úr vinnu sinni.

Scott er þegar kominn með nýjan kylfubera, Mike Kerr, sem m.a. hefir verið á pokanum hjá danska kylfingnum Thorbirni Olesen, Ernie Els og Lee Westwood.    Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: