Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2015 | 13:30

LPGA: Jang efst í hálfleik á Coates Golf Championship

Ha-na Jang frá Suður-Kóreu er efst eftir 2. dag á Coates Golf Championship, sem fram fer í Ocala, Flórída og er fyrsta mót ársins á LPGA mótaröðinni.

Í Kóreu kemur engum þetta á óvart, en hér á Vesturlöndum er Jang Ha-na fremur óþekkt stærð.

Þessi 22 ára suður-kóreanska stúlka leiðir nú á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65).

„Ég vona að spila vel næstu tvo daga til þess að fólk fái að kynnast hver ég er,“ sagði Jang í gegnum túlk, en hún talar ekki ensku.

Jang hefir fullan keppnisrétt á LPGA, en vegna þess að þetta er ekki mót sem opið er öllum varð hún að fara í úrtökumót s.l. laugardag – þetta úrtökumót sem fram fór á keppnisvellinum hefir reynst henni góð æfing – hún á heil 4 högg á næsta keppanda í hálfleik.

Næst á eftir Jang er Stacy Lewis á samtals 8 undir pari, 136 höggum (66 70) og þriðja sætinu deila Lydia Ko, Austin Ernst, Angela Stanford og  Azahara Muñoz, allar á samtals 7 undir pari, 137 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Coates Golf Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: