PGA: Púað á Allenby í Phoenix
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby átti von á því versta í gær á 1. hring Phonix Open, eftir mannráns-strippbars-barnings-og stuldaratvik sem hann lenti í á Hawaíi í síðustu viku.
Fyrir tveimur dögum sagði Allenby að hann væri að búa sig andlega undir eina erfiðustu viku lífs síns.
Og það var eins gott fyrir hann að mæta vel undirbúinn því púað var á hann á par-3 16. brautinni þ.e. „partý-holunni“ eins og hún er oft kölluð og líka á lokaholu hans, 18. holunni, þar sem margir golfaðdáendur voru saman komnir.
Að öðru leyti átti hinn 43 ára Allenby fremur rólegan hring upp á 1 undir pari 70 högg.
Á þriðjudaginn í þessari viku hélt Allenby fast við frásögn sína um að sér hafi verið byrlað ólyfjan og hann síðan sleginn niður og honum hent meðvitundarlausum úr farangursgeymslu bíls 10 km frá vínbar í miðbæ Honolulu og í skrúðgarð þar sem heimilislaust fólk hafi fundið hann. Hann hafi verið barinn og öll verðmæti tekin af honum m.a. farsími, seðlaveski og kreditkort. Vitnisburður heimilislausa fólksins er allt á skjön við Allenby; en upp úr dúrnum kom m.a. að frásögn Allenby virðist í besta falli á skjön við framburð annarra – Sumir segja hann beinlínis vera að ljúga og vídeóupptökur hafa fundist af honum drukknum á stripp-bar og margir telja atvikið jafnvel hreinan uppspuna gert til þess að fallandi stjarna Allenby fái smá athygli!
Lögreglan í Honolulu rannsakar enn málið sem stuld, en enginn hefir verið handtekinn.
„Ég var svolítið taugaóstyrkur að spila á 16.“ sagði Allenby. „Ég var ekki virkilega viss up hverju ég mætti búast við. En ég vissi bara að það yrðu læti. Ég hugsaði bara: „Veistu hvað? Ég ætla bara að berast með straumnum og reyna að hafa gaman af þessu. Bara ekki láta neinn hafa áhrif á mig“
„Og þeir voru reyndar virkilega góðir (áhorfendur). Ég var reyndar virkilega hissa,“ sagði Allenby. „Þeir voru frábærir. Það var ekkert andstyggilegt…. mér finnst sumar athugasemdirnar sem voru látnar fjúka reyndar virkilega fyndnar.“
En Allenby var með höfuðverk.
„Af einhverri ástæðu var ég með höfuðverk í vinstra auga mínu rétt áður en ég tíaði upp og ég veit ekki hvort þetta voru taugarnar, væntingarnar eða hvað þetta var,“ sagði Allenby. „En ég tók nokkrar (verkjatöflur) til þess að draga úr verknum svolítið. Hann fór síðan hægt og hægt. En hann var þarna. Þetta gæti líka verið ofnæmi fyrir eyðimörkinni.“
Allenby fékk skolla á par-4 11. holunni 2. holu dagsins eftir að hafa yfirslegið aðhöggið inn á flöt; hann var með fugl á par-5 13. holunni og fékk síðan skolla á 16. brautina eftir að hafa slegið í glompu. Á seinni 9 náði hann 3 metra fuglapútti á par-3 4. holunni og 5 metra pútti á par-4 6. holunni.
„Ég var svolítið taugaóstyrkur fyrstu 9 holurnar,“ sagði Allenby. „Það er bara skiljanlegt eftir hvað hefir gengið á og það var bara erfitt að pútta. Ég reyndi mitt besta og ég held að allt í allt hafi ég skilað góðu verki í heildina tekið.“
Allenby hefir 22 alþjóðlega sigra í beltinu þar af 4 á PGA Tour. Síðustu sigrar hans komu 2009 í Nedbank Challenge í S-Afríku og á Australian PGA.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
