Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2015 | 10:00

Pablo Larrazabal trúlofaður

Spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal trúlofaðist kærustu sinni til 4 ára (þ.e. síðan 2011) nú á dögunum.

Sú heitir Gala Alten og þykir með fegurri maka leikmanna á Evróputúrnum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Gala ansi ánægð með að hafa fest sér Pablo sinn.

Larrazabal komst m.a. í fréttirnar á síðasta ári vegna þess að hann varð fyrir árás geitunga á móti í Malasíu.

Rifja má það upp með því að SMELLA HÉR: 

Vonandi er að trúlofunin reynist honum ljúfari en raunir hans á golfvellinum í Malasíu!

Gala Alten og Pablo Larrazabal eftir að Pablo vann BMW International Open 2011 - þá nýbyrjuð að vera saman

Gala Alten og Pablo Larrazabal eftir að Pablo vann BMW International Open 2011 – þá nýbyrjuð að vera saman