PGA: Tiger byrjar 2015 ekkert vel í Phoenix
Tiger Woods sneri aftur á Waste Management Phoenix Open eftir um 14 ára hlé frá þátttöku í mótinu.
Hann átti slælegan hring upp á 2 yfir pari, 73 högg, sem alls ekki dugar á móti frábærum ungum og upprennandi kylfingum og þeim sem ofarlega eru á heimslistanum.
Tiger er í 104. sæti eftir 1. dag af 132 keppendum og verður að eiga frábæran hring í dag, bara til þess að komast í gegnum niðurskurð.
Á 1. hring fékk Tiger glæsiörn (á par-5 13. holuna), 2 fugla og 4 skolla og því miður líka skramba (á par-3 4. holuna). Á hinni frægu 16. holu, þar sem Tiger átti glæsiás árið 1997 var Tiger með par að þessu sinni.
Menn voru búnir að bíða spenntir eftir hvaða framförum Tiger hafði tekið eftir jólafrí, en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á nýju ári.
Hins vegar ber að athuga að þetta er aðeins 2. mótið sem Tiger spilar í eftir fremur langt frí til þess að jafna sig eftir bakuppskurð á síðasta ári, þannig að kannski þarf hann bara nokkur mót til þess að koma sér í gírinn aftur.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
