Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2015 | 11:32

Kel Nagle látinn

Kel Nagle, sem fullu nafni hét Kelvin David George Nagle, AM golfgoðsögn Ástralíu, 94 ára, lést í dag í Sydney. Hann hlaut friðsælan dauðdaga, sofnaði svefninum langa eftir mikil og langvarandi veikindi.

Kel var elsti risamótssigurvegarinn, en hann sigraði á Centenary Open Championship árið 1969, þegar mótið fór fram á Old Course í  St. Andrews, en þar mun Opna breska einmitt verða haldið seinna í sumar.

Það hefði verið frábært að hafa Nagle þar, 55 árum eftir stóra sigur hans þar.

Kel var fæddur 21. desember 1920 og lést sem sagt í dag 29. janúar 2015.

Margir af fyrrum sigurvegurum Opna breska hafa þegar vottað fjölskyldu Nagle samúð sína og einn sá fyrsti var nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy:

„Ég heyrði fréttirnar í morgun áður en ég fór á golfvöllinn og það er alltaf sorglegt þegar ein af goðsögnum leiksins deyr.“

„Þegar ég sigraði á Australian Open í  Sydney fyrir tveimur árum var mér sagt að hann (Nagle) væri ekki vel frískur en ég vildi heimsækja hann þar sem hann var.“

„Ég veit að hann sigraði Arnold Palmer á Opna breska 1960 þannig að það verður sorglegt í ár en ég er viss um að við munum lyft nokkrum glösum í minningu Hr. Nagle á Champions Dinner í ár.“

„Þetta eru sorgarfréttir að heyra um andlát Hr. Nagle“ sagði Louis Oosthuizen, sem sigraði svo eftirminnilega á Opna breska 2010. Ég hitti hann aldrei en nafnið hans var eitt það fyrsta sem ég tók eftir þegar mér var fenginn Claret Jug árið 2010 í St. Andrews“

Aðrir sem vottað hafa fjölskyldu Kel samúð sína eru m.a. áströlsku kylfingarnir Adam Scott, Jason DayScott Hend, Richard Green og Brett Rumford.