Rory: „Óska engum leiðinlegra og andstyggilegra málaferla“
Rory McIlroy segir að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum lagadeilur þær sem hann stendur í og lýsti ferlinu, sem „leiðinlegu og andstyggilegu“ (ens. „tedious and nasty“).
Nr. 1 á heimslistanum (Rory) lauk 1. hring á Dubai Desert Classic, sem hófst í dag, á glæsilegum 66 höggum, sem er ágætt. Hringurinn stendur enn yfir og sem stendur (þ.e. kl. 10:15) eru a.m.k. 3 sem eru búnir að spila 1 höggi betur en Rory: Lee Westwood, Andy Sullivan og Belginn Nicolas Colsaerts.
En Rory er engu að síður meðal efstu og átti frábæran hring þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla.
Rory verður að mæta fyrir rétti í næstu viku en þá á að taka fyrir mál Horizon fyrrum umboðsskrifstofu Rory, gegn honum.
Rory mun síðan fara til Bandaríkjanna og hefja undirbúning fyrir Masters risamótið, sem sífellt nálgast. Þar vonast hann til þess að verða aðeins 6. kylfingurinn í golfsögunni til þess að ljúka svoköllðu „Career Grand Slam“ sem þýðir að hafa sigrað á öllum 4 risamótunum á ferlinum.
Rory á bara eftir að sigra á Masters risamótinu.
Um málaferli sín í Dublin sagði Rory eftirfarandi eftir 1. hring Dubai Desert Classic í dag:
„Þetta er ekki nokkuð sem ég myndi vilja nokkurn mann að ganga í gegnum. Þetta er mjög leiðinlegt og andstyggilegt ferli.2
„Ég ætla til Bandaríkjanna sama hvernig allt fer og ætla ekki að hafa þau (málaferlin) í huganum, eða þurfa fást við þau eða þurfa að hugsa um þau. Þetta verður allt og sumt. Og í allri hreinskilni, ég hef verið að einbeita mér að þessu móti og hef æft og það er miklu mikilvægara fyrir mig en það sem gerist í næstu viku.“
„Eftir að þessu móti er lokið verð ég að vinna heimavinnuna mína (þ.e. undirbúa mig fyrir réttarhaldið) en á sama tíma er einbeitingin öll á þessu móti og golfi og ég mun reyna að gera það besta sem ég get í þessari viku.“
Rory hefir orðið í 2. sæti í síðustu 3 mótum og er nú að spila í mótinu þar sem hann vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður.
„Ég hefði orðið fyrir vonbrigðum ef ég hefði ekki verið undir 68 í dag, sérstaklega þar sem aðstæður eru góðar en 66 er ágætis byrjun,“ sagði Rory við Sky Sports.
„Ég myndi vilja að það kæmi svolítið vindur þannig að það yrði meira krefjandi golfvöllur, en maður verður en að slá höggin en það myndi vera gaman að spila við aðstæður sem eru svolítið öðruvísi en þessar.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
