Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2015 | 15:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Natalie Sheary (17/45)

Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 6 var bandaríska stúlkan Natalie Sheary .

Natalie Sheary fæddist í30. maí  1989 í West Hartford, Conneticut og er því 25 ára.

Hún byrjaði í  golfi 12 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.

Sheary var í  bandaríska háskólagolfinu og spilaði með sama golfliði og Ólafía Þórunn okkar Kristinsdóttir, Wake Forest.  Hún gerðist síðan atvinnumaður í golfi sama ár og hún útskrifaðist 2011.

Áhugamál Natalie er að læra nýja hluti gegnum bækur og kvikmyndir, að horfa á Netflix, kanna nýja staði og fara í ræktina.

Natalie komst á  LPGA í  3. tilraun sinni í fyrra 2014 en varð að snúa aftur í Q-school til þess að reyna að tryggja sér keppnisrétt, sem tókst að nokkru því Natalie er með takmarkaðan spilarétt á LPGA keppnistímabilið 2014-2015.