Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2015 | 20:00

Lindsey ánægð með Tiger

Þegar Lindsey Vonn setti met yfir flesta sigra á heimsmeistaramótinu 19. janúar s.l. með sigri hennar í risasvigi í Cortina d’Ampezzo, á Ítalíu var henni fagnað af móttökunefnd, foreldra, stjúpforeldra og systur.

Stæsti aðdáandi hennar og kærasti, besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, kom henni á óvart að birtast í ítölsku Ölpunum!

„Tiger kom mér algerlega á óvart!“ – sagði Ólympíugullhafinn, 30 ára (Vonn) í nýlegu viðtali í PEOPLE. „Þetta er fyndið vegna þess að ég hafði verið leiðinleg við hann vegna þess að hann ætlaði ekkert að koma hingað en síðan kom pabbi eftir að ég var kominn í mark og sagði: „Sjáðu hvern ég fann?“ og þarna var hann. Ég hafði ekki hugmynd um að hann myndi koma.  Hann kom mér ágætlega á óvart þarna!“

Fyrra met um flesta sigra, hafði ekki fallið í 35 ár og sú sem það átti var Anna Fenninge frá Austurríki.

Að deila sínum 63. metsigri með þeim sem Lindsey þykir vænst um var að hennar sögn „virkilega, virkilega sérstakt.“

Eftir meiðsli og tvær aðgerðir til að tjasla saman hægra hné Lindsey, sem setti allan ferilinn í uppnám hefir Lindsey hægt og sígandi verið að ná fyrri styrk (sem NBC sjónvarpsstöðin hefir þegar gert sjónvarpsþátt um og ber nafnið:  Lindsey Vonn: The Climb).

Margir töldu jafnvel að ferill Vonn væri fyrir bí.

„Ég næ því alveg af hverju fólk hélt að ég myndi ekki snúa aftur í skíðabrekkurnar,“ sagði Vonn. Tvær hnéaðgerðir og að vera svona lengi frá keppni – það er erfitt að snúa aftur. Jafnvel pabbi spurði mig hvort ég væri viss um að ég vildi halda áfram. Ég hef bara aldrei dregið sjálfa mig í efa. Ég vissi að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég sneri ekki aftur til keppni og þess vegna lagði ég svona hart að mér við að gera það sem ég elska að gera.“

Tiger studdi hana sbr. Lindsey: „Tiger var alltaf að styðja mig og ég gat alltaf talað við hann. Hann skilur meiðsli, þar sem hann hefir sjálfur orðið fyrir þeim og verið á toppnum og síðan þurft að vinna sig upp í toppsætið aftur,“ sagði hún og sagði jafnframt að hann hefði eftirlátið henni að taka ákvörðun um hvort eða ekki hún myndi snúa aftur í brekkurnar.

„Tiger sagði alltaf: „Þú ert íþróttamaður; þú verður að taka þess ákvörðun upp á eigin spýtur. Þetta er ekki nokkuð sem ég eða einhver getur gefið þér svörin við.  Hvað sem þú getir mun ég styðja þig.“

Augljóslega virðist Lindsey hafa tekið réttu ákvörðunina. „Héðan í frá er allt bara kremið á kökuna,“ sagði Vonn, en spáð er að hún muni sigra í jafnvel enn fleiri heimsmeistaramótum í skíðaíþróttinni – en hún hefir nú augastað á að endurheimta Ólympíugullið á Vetraólypíuleikunum 2018 í Suður-Kóreu.

„Þegar ég var að ná mér af seinni skurðaðgerðinni var ég ekkert að hugsa um metið. Ég var bara að hugsa um að mig langaði til að komast á skíði aftur, finna gleðina og síðan jókst pressan með metið. Nú er hún (pressan) farin og nú líður mér eins og ég geti framvegis bara skemmt mér!“ sagði Lindsey.

En eitt var ekki gaman þegar Tiger kom kærustunni á óvart í ítölsku Ölpunum s.l. mánudag 19. janúar 2015; Ljósmyndari sló myndavélinni sinni óvart í munn Tiger þannig að hann missti framtönn. „Mér fannst það hræðilegt,“ sagði Vonn. „Hann er rétt kominn til Evrópu og búinn að vera hér í 3 klukkustundir til þess að sjá mig keppa og einhver ljósmyndari slær tönn úr honum. Hann var svo ánægður að vera þarna og svo segir hann bara: „Mér þykir það leitt að ég skuli vera tannlaus….“

En óhappið dró ekkert úr gleðinni að sjá Tiger aftur eftir sigur. „Þetta var virkilega sérstök stund að eiga saman,“ sagði Lindsey loks.