Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jeong Eun Lee (16/45)

Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 6 var suður-kóreanska stúlkan Jeong Eun Lee .

Jeong Eun Lee fæddist 20. október 1988 og er því 26 ára.

Jeong Eun Lee gerðist atvinnumaður og hóf leik á kóreönsku LPGA (skammst. KLPGA)  árið 2007, en sló ekki í gegn fyrr en árið 2009. Það ár vann hún 2 sinnum, var 6 sinnum meðal efstu 10 í mótum og vann sér inn yfir 280 milljóna won og varð í 4. sæti á peningalistanum. Stærsta stund hennar kom í árslok 2009 þegar hún sigraði 2. risamótið á KLPGA, the Shinsegae KLPGA Championship. Hún átti í hörkubaráttu í mótinu við golf súperstjörnuna suður-kóreönsku Hee Kyung Seo og hafði betur að lokum.    Seo hafði þegar unnið fyrsta risamót ársins á KLPGA þ.e.  the Korean Women’s Open.  Seo vann hin tvö risamót ársins á KLPGA 2009.

Lee var í sigurliði Kóreu í Kyoraku Cup, árið 2009 . Hún náði einum sigri og einu jafntefli.

Lee átti annað ansi hreint gott ár, 2010. Hún varð í 7. sæti á peningalista KLPGA varð 9 sinnum meðal efstu 10. Hápunktur ársins hjá Lee var sigur í  Hyundai mótinu í september.

Lee átti síðan ágætis ár 2011, en ekki eins gott og fyrri 2 árin. Hún vann einu sinni og krækti sér í the Nefs Masterpiece titilinn í ágúst.  Hún átti aðra tvo topp-10 árangra og vann sér inn  200 milljóna won, sem varð til þess að hún varð í 15. sæti á peningalistanum.

Lee gekk verr 2012 á KLPGA. Hún varð 6 sinnum meðal 10 efstu þ.á.m. þrisvar í 4. sæti og tvisvar í fimmta sæti.  Hún varð aðeins í 24. sæti á peningalistanum.

Lee hóf 2013 keppnistímabilið með því að spila í 2 álþjóðamótum og sýndi ágætisárangur á þeim; hún náði 13. sætinu í  the Swinging Skirts í Taiwan og varð í 6. sæti í Kína á the Hyundai China Ladies Open. Hún lauk fremur stöðugu ári á KLPGA í 12. sæti peningalistans og aftur með vinningsfé upp á 280 milljónir won.  Hún var 9 sinnum meðal efstu 10 þ.á.m. í 2. sæti í the Woori Financial og Lotte Mart Women’s Open.

Árið 2014 var ágætt ár hjá Lee, sem ákvað í árslok að reyna fyrir sér á úrtökumótum fyrir LPGA og er nú komin með takmarkaðan spilarétt á bandaríska LPGA, bestu mótaröð heims, keppnistímabilið 2015.