Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 00:01

Ólöf María valin íþróttamaður UMSE

Kylfingurinn glæsilegi frá Dalvík Ólöf María Einarsdóttir, GHD, var þann 22. janúar 2015 valin íþróttamaður UMSE (Ungmennasamband Eyjafjarðar).

Stutt er síðan að Ólöf María var valin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014.

Ólöf María átti frábært ár 2014 í golfinu.

Hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð, nú í flokki 15-16 ára, sigraði í 4 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar og er stigameistari GSÍ 2014 í telpnaflokki.

Ólöf María stóð sig vel á Junior Open, sem hún og Arnór Snær Guðmundsson, klúbbfélagi hennar, tóku þátt í fyrir Íslands hönd, en það fór fran á West Lancashire golfvellinum rétt hjá Hoylake, Englandi í júlí 2014; en bæði komust í gegnum niðurskurð.

Golf 1 óskar Ólöfu Maríu innlega til hamingju með heiðurstitilinn!