Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 21:53

PGA: Mickelson byrjar vel á Humana Challenge – frábært glompuhögg Lefty í 4. holu

Phil Mickelson byrjar ágætlega á Humana Challenge.

Hann fékk þannig fugl á 3. holu  og 6. holu og setti niður frábært glompuhögg við 4. holu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Þegar þetta er ritað (kl. 21:51) er bandaríski kylfingurinn Mark Wilson í efsta sæti á 9 undir pari, eftir 12 spilaðar holur!!!

Margir eiga þó eftir að ljúka leik og því getur staðan enn breyst.

Fylgjast má með stöðunni á 1. degi Humana Challenge með því að SMELLA HÉR: