Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 21:47

GR: SNAG útbúnaður keyptur fyrir yngstu kynslóðina

Á dögunum festi Golfklúbbur Reykjavíkur kaup á SNAG búnaði en SNAG er skammstöfun á „Starting New At Golf“.

Búnaðurinn mun nýtast vel í almennu starfi klúbbsins ásamt því að verða notaður við kennslu í Golfskóla GR sem starfræktur er á sumrin.

Margir klúbbar hafa fjárfest í slíkum búnaði og hefur hann reynst vel í að kynna íþróttina og auðveldar byrjendum á öllum aldri með fyrstu skrefin í golfinu.

Einnig er alltaf að fjölga þeim skólum sem hafa tekið búnaðinn í notkun í íþróttastarfi sínu.

Myndin var tekin er Magnús Birgisson frá Hissa.is afhenti Garðari Eyland framkvæmdastjóra GR búnaðinn.

Heimild: grgolf.is