Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jean Reynolds (14/45)

Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 6 var bandaríska stúlkan Jean Reynolds .

Jean Reynolds fæddist 27. september 1984 og er því 30 ára. Hún byrjaði að spila golf 6 ára.

Reynolds spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Georgia, þar sem hún lagði stund á fjölskyldufræði (ens. Child and Family Developement).

Reynolds útskrifaðist úr háskóla 2007 og strax árið 2008 var hún komin í 2. deild LPGA þ.e. Symetra Tour.

Helstu áhugamál Reynolds utan golfsins eru tennis og borðtennis.

Sjá má yfirlit yfir helstu afrek Reynolds með því að SMELLA HÉR: