Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2015 | 11:00

4 á palli

Það er ekki alltaf sem þessir 4 eru samankomnir á litlum palli úti á vatni.

Allt gert í þeim tilgangi  að kynna mótið sem þeir spiluðu í s.l. viku þ.e. Abu Dhabi HSBC Golf Championshp

Hér er um að ræða einhverja bestu kylfinga heims: nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, nr. 2 á heimslistanum Henrik Stenson, nr. 6 á heimslistanum Justin Rose og nr. 10 á heimslistanum Rickie Fowler.

Allir tóku þeir þátt í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, með mjög svo misjöfnum árangri.

Sá sem stóð sig best var Rory en hann hafnaði í 2. sæti í mótinu á eftir stjörnu s.l. viku: Gary Stal frá Frakklandi, sem stal sigrinum.