Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2015 | 14:30

Fólk á félagsmiðlum dregur í efa mannráns/líkamsárásarsögu Allanby – FBI rannsakar málið ekki

Eftir að fréttir bárust af því að ástralska kylfingnum Robert Allanby hafi verið rænt, hann orðið fyrir líkamsárás af völdum ránsmanna sinna þannig að hann missti meðvitund og þeir hafi síðan stolið öllu sem hann var með á sér af verðmæti, hafa ýmsir orðið til þess að draga í efa sögu Allanby á félagsmiðlunum.

Þar virðast menn þeirrar skoðunar að Allanby hafi sett allt á svið til að hljóta athygli, en ýmislegt í frásögn hans stangast á og sumt er hreint ekki rétt.

T.a.m. sagði Allanby í viðtölum (m.a. myndskeiðinu hér að neðan á 1:25 mínútu) að FBI færi með rannsókn málsins. Vá, hann er svo mikilvægur og þekktur kylfingur að FBI er að rannsaka málið!

FBI hefir borið tilbaka að það komi að rannsókn málsins.

„FBI er ekki að rannsaka þetta mál að neinu leyti,“ sagði sérsveitarmaður FBI, Tom Simon í viðtali við Daily Mail.

„Ef menn hefðu smá þekkingu á bandarísku réttarfari – þá myndu menn vita að FBI getur aðeins rannsakað mannrán ef fórnarlamb er flutt milli ríkja.“

Í þessu tilviki var Allanby að sögn rænt af Amuse Wine Bar í miðbæ Honolulu og fleygt meðvitundarlausum út úr bílnum í skrúðgarð u.þ.b. í 10 km fjarlægð þaðan, en hann segir brotamenn vera nokkra.

Fjölskylda og vinir Allanby hafa þó komið honum til varnar. Þannig birtist bróðir Allanby, Martin í viðtali í Melbourne, Ástralíu og staðhæfði að um mannrán og líkamsárás á bróður sinn hafi verið að ræða.

Martin sagði m.a.: „Það er fullt af hatursmönnum og efasemdarmönnum á félagsmiðlunum. Ég veit ekki af hverju. Þetta er örugglega líkamsárás og rán.“

Vinur Allanby, sjónvarpsmaðurinn John Burgess kom líka fram og sagðist sannfærður um að vinur sinn Allanby hefði ekki búið til söguna.

„Af hverju ætti hann að hafa gert það?“ spurði Burgess furðulostinn. „Það er fáránlegt. Hann er góður náungi.“

Hvað sem satt er í málinu þá er eitt víst að Allanby greindi ranglega frá því að FBI færi með rannsókn málsins. Hversu mikið af frásögn hans skyldi vera röng til viðbótar?  Nokkuð merkilegur staðurinn í viðtali við Allanby stuttu eftir árásina þar sem hann virðist beinlínis glóa og gangast upp í þegar hann fær spurninguna hvort hann haldi að hann hafi verið miðaður út því hann „sé svo þekktur kylfingur“  (Sjá 3:20 mínútu í myndskeiðinu hér að neðan þar sem Allanby fær spurninguna og síðan svar hans u.þ.b. á 4 mínútu).

Sjá viðtalið við Allanby með því að  SMELLA HÉR: