Caroline Wozniacki: Serena og maraþonið björguðu mér eftir sambandsslitin við Rory
Caroline Wozniacki segir að ákvörðun hennar að taka þátt í New York maraþoninu hafi hleypt nýjum krafti í tennisferil sinn og hún gerir sér vonir um að vinna fyrsta grand slam titil sinn.
Eftir mikla sorg eftir sambandsslitin við Rory McIlroy, sem hún var trúlofuð, rétt eftir að brúðkaupsboðskortin höfðu verið send út, þá hóf Caroline að þjálfa fyrir New York maraþonið
Eftir að hún kláraði fyrsta maraþonið sitt – með hjálp Serenu Williams – s.l. nóvember náði hún upp styrk sínum á fleiri veg en einn.
„Allt gerist af ákveðinni ástæðu og ég kom út úr þessu (sambandsslitunum) sterkari manneskja“ sagði Caroline.
„Þetta gerði mér gott á þessum tíma – það var frábært andlega séð,“ sagði Wozniacki við ESPN í Melbourne, en í dag fór fram leikur hennar á Australian Open gegn bandarísku stúlkunni Taylor Townsend. „Það hjálpaði mér líka líkamlega.“
„Þetta var frábært. Ég tel að þetta sé eitt af bestu frammistöðum mínum. Þetta var ótrúlegt, andrúmsloftið þarna, ég var með svo marga sem studdu mig. Þetta var brjálæðislegt.“
Um tennisleik sinn sagði Caroline:
„Ég hef reynt að vinna í leik mínum svolítið, að halda áfram að bæta mig og spila betur en ég gerði í Singapore í lok árs, þar sem mér fannst ég spila einhvern þann besta tennis sem ég hef nokkru sinni gert,“ sagði Caroline um WTA Finals, þar sem hún náði að komast í undanúrslit áður en hún varð að láta í minni pokann fyrir vinkonu sinni Serenu Williams.
„Ég er að spila betur en nokkru sinni, mér finnst sem ég eigi tækifæri á sigri í hvert sinn sem ég spila. Ég geri allt sem ég get til að vinna mót.“
Það var í júní á síðasta ári – mánuði eftir sambandsslitin við Rory McIlroy, sem nú er eins og allir vita nr. 1 á heimslistanum – að Caroline tók þá skyndiákvörðun að taka þátt í maraþoninu í New York.
Og hún stóð sig vel hljóp á 3 tímum 26.33 mínútum um Manhattan og frammistaða hennar á tennisvellinum hefir snarbatnað eftir að hún hóf að æfa aftur og var ekki með hugann við Rory lengur.

Serena Williams og Caroline Wozniacki á Miami Beach – það besta þegar eitthvað bjátar á í lífinu er góð vinkona – Caroline komst að því eftir sambandsslitin við Rory – en Serena reyndist hennar helsta stoð og góð vinkona!!!
„Ég lærði svo mikið um sjálfa mig og fólkið í kringum mig; þetta hefir verið frábært fyrir mig,“ sagði Caroline loks.
„Þegar ég lít aftur þá tel ég mig hafa vaxið sem persónu og nú nýt ég þess bara að spila. Þetta er minn staður að leyta til þegar ég vil gera eitthvað sem ég er góð í og bara njóta þess. Ég myndi ekki hafa valið að hafa þetta svona, en allt gerist af ákveðinni ástæðu og ég kom út úr öllu sterkari. Ég er ánægð og er að reyna að halda mér heilbrigðri og þetta er allt gott.“
Það var Serena sem hjálpaði Caroline í svartnætti sambandsslitanna, í allri höfnuninni, sem auk þess fór fram fyrir opnum tjöldum heimspressunnar.
„Þegar maður er með Serenu er það bara gaman, maður hætti ekki að hlægja og það er frábært.“
„Eitt helsta einkenni Serenu er að hún er alltaf til staðar fyrir mann. Ef maður þarfnast hennar þá er hún til staðar fyrir mann. Það var mér mjög mikilvæt. Það er það sem ég er mjög þakklát fyrir og virði við hana. Það er líka aldrei leiðinleg stund og það er svo mikið um hlátur,“ sagði Caroline að lokum ánægð með vinkonu sína og helstu samkeppni á tennisvellinum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

