Hver er kylfingurinn: Gary Stal?
Gary Stal fæddist í Decines nálægt Lyon í Frakklandi 9. febrúar 1992 og er því 22 ára. Stal gerðist atvinnumaður í golfi 2012.
Áður en hann gerðist atvinnumaður var hann m.a. búinn að sigra French Amateur Championship, þ.e. franska áhugamannameistaramótið í höggleik árið 2011 og átti 8 högg á þann sem næstur var. Áhugamannsferillinn var einkar glæsilegur.
Heima í Frakklandi er Gary Stal í GC de Lyon.
Sama ár og hann gerðist atvinnumaður í golfi, þ.e. 2012 var Stal kominn á Áskorendamótaröðina og vann fyrsta mót sitt, þar sem hann tók þátt í boði styrktaraðila, Kärnten Golf Open, í júní 2012.
Strax í mánuðnum þar á eftir nældi Stal sér í 2. sigur sinn á Credit Suisse Challenge, þar sem hann sigraði Alexandre Kaleka í bráðabana og fékk kortið sitt á Evróputúrinn fyrir keppnistímabilið 2013.
Honum gekk heldur brösulega þar og varð að fara í Q-school 2013 og flaug í gegn sbr. 4. sætið sem hann fékk! Hann var á ágætis skori; lék á samtals 14 undir pari, 414 höggum (71 68 69 68 68 70) og hlaut € 7.200,- í verðlaunafé. Síðan gekk Stal betur næsta tímabil, 2014, en hann hélt sér á túrnum 2015 og þurfti ekki í Q-school til að gera svo.
Sigurinn í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, þann 18. janúar 2015 er fyrsti sigur Stal á Evrópumótaröðinni. Hann átti 1. högg á nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem varð í 2. sæti og 2 högg á þann sem búinn var að leiða allt mótið, nr. 12 á heimslistanum, Martin Kaymer.
Stal er fyrsti franski kylfingurinn til þess að sigra í mótinu. Besti árangur Stal fram til sigurstundarinnar í Abu Dhabi var T-5 árangur (þ.e. hann deildi 5. sætinu) í South African Open Championship – gestgjafi Ekurhuleni borg í Gauteng, Suður-Afríku, þann 11. janúar 2015.
Stal er jafnframt sá yngsti til þess að sigra í Abu Dhabi HSBC Golf meistaramótinu; er 22 ára, 343 daga, en hann sló aldursmet Martin Kaymer, sem var 23 ára 24 daga þegar hann sigraði í mótinu 2008.
Með sigrinum í Abu Dhabi hlýtur Stal m.a. þátttökurétt í WGC-Bridgestone Invitational og eins fer hann upp um heil 273 sæti á heimslistanum; var í 375. sæti en fer í 102. sætið vegna sigurs síns í Abu Dhabi. Jafnframt hlaut Stal sigurtékka upp á €379,798 (þ.e. rúmar 58 milljónir íslenskra króna).
Stal sagði m.a. eftir að sigurinn var í höfn :
„Ég trúi þessu ekki. Þetta er auðvitað það frábæra við golfið; hvenær sem er, um hverja helgi getur kylfingur átti hring ævi sinnar og ef örlögin eru manni svolítið hliðholl, þá bíður sigurhátíðin eftir 18. holuna.“
Pabbi Stal var kaddý hjá honum.
Meðal áhugamála Gary Stal eru tónlist og að spila tennis.
Fyrir þá sem tala frönsku þá má sjá flotta heimasíðu Gary Stal með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
