Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 23:00

Kaymer: „Svolítið sjokkeraður“ – Myndskeið

Eftir að úrslitin í Abu Dhabi HSBC Golf Championship var tekið viðtal við Martin Kaymer, þýska kylfinginn, sem leiddi alla 3 fyrstu daga mótsins – var með 6 högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn.

Og svo var niðurstaðan bara 3. sætið eftir 75 högga vonbrigðahring.

Í viðtalinu var Kaymer beðinn um að segja hvernig sér liði eftir að úrslitin lágu fyrir.

Kaymer svaraði sallarólegur að hann væri „svolítið sjokkeraður.“

Hér má sjá smyndskeið af stuttu viðtalinu við Martin Kaymer eftir að úrslitin á Abu Dhabi HSBC Golf Championship lágu fyrir SMELLIÐ HÉR: