Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 21:15

Allenby rænt, hann barinn og stolið af honum á Hawaii

Ástralski kylfingurinn Robert Allenby er á Hawaii og tók þar þátt í Sony Open, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Allenby barinn

Allenby barinn

Hann var búinn að mæla sér mót við landa sinn og kylfubera í miðbæ Honolulu á Hawaii en varð viðskila við hann.

Hann sagði að mögulegt væri að sér hefði verið byrlað lyf á Amuse Wine Bar í Waikiki Beach, síðan var honum rænt, keyrt með hann í bílastæðishús þar sem hann var barinn og stolinn af honum farsími, peningaveski og öll kreditkort.

Næst taldi Allenby að sér hefði verið troðið í farangursgeymslu bíls og keyrt með hann u.þ.b. 6 mílna (10 km) leið í skrúðgarð  utan við Honolulu, en af ferðinni þangað man hann ekkert því hann missti meðvitund.

„Ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af,“ sagði Allenby við ástralskan fréttamiðil.

Þegar hann rankaði hafði eldri hermaður á eftirlaunum fundið hann og heimilislaus kona sem var í garðinum sagðist hafa séð þegar honum var fleygt út úr bílnum í garðinn.  Tveir aðrir heimilslausir spörkuðu í Allenby í garðinum og kom konan Allenby til hjálpar – reyndar sagði hann konuna hafa bjargað lífi sínu.   Allenby sagði síðan að gamli hermaðurinn hefði borgað leigubílnum farið, þannig að hann kæmist á hótelið sitt á Waialea.

Allenby hefir sigrað 4 sinnum á PGA Tour og 22 sinnum alls í alþjóðlegum mótum, auk þess sem hann hefir 6 sinnum tekið þátt í Forsetabikarnum.

Allenby hefir orðið fyrir ýmslum hremmingum á löngum golfferli sínum. Afleiðingar bílsslyss sem hann varð fyrir á Spáni 1996 settu strik í reikninginní  feril Allenby – svo komst Allenby m.a. í fréttirnar 2011 fyrir að hafa verið eltur af apa á golfvelli – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

„Það verður í lagi með mig ég er bara með verki,“ sagði Allenby loks við ástralska fréttamiðilinn.

Sjá má viðtal við Allenby eftir mannránið, líkamsárásina og stuldinn með því að SMELLA HÉR: