Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 13:25

Evróputúrinn: Stal stjarnan í Abu Dhabi

Gary Stal frá Frakklandi vann upp 8 högga forskot sem Þjóðverjinn Martin Kaymer hafði fyrir lokahringinn á Abu Dhabi …. og þó ekki alveg.

Gary Stal átti lokahring upp á 7 undir pari, sem hefði ekki dugað hefði Martin Kaymer ekki líka verið að spila illa en hann átti ótrúlega lélegan lokahring upp á 3 yfir pari, 75 högg.

Gary Stal kom alla veganna með glæsileik sínum í veg fyrir að Martin Kaymer næði að sigra á mótinu í Abu Dhabi í 4. skiptið

Það var Gary Stal sem hampaði Fálkabikarnum fræga í lok mótsins en ekki Martin Kaymer.

Stal er stjarnan í Abu Dhabi þessa stundina!

Stal komst á Evrópumótaröðina 2014 og sjá má kynningu Golf 1 á Stal með því að  SMELLA HÉR: