Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 10:00

Ekki það sama Jón og séra Jón – eða Bhavik Patel og Dustin Johnson?

Bhavik Patel er 24 ára atvinnumaður í golfi, sem spilar í 2. deild PGA Tour, þ.e.  Web.com mótaröðinni – Hann er nr. 941 á heimslistanum.

Patel hefir aldrei spilað á PGA Tour mótaröðinni sjálfri og nú lengist í að honum takist það því hann missir af Web.com Tour finals mótaröðinni á þessu ári og fær ekki að spila á Web.com

Hann féll nefnilega nýlega á lyfjaprófi og fékk 1 árs keppnisbann til 7. október 2015.  Patel tók lyfið á bannlistanum,  því hann var að ná sér af meiðslum.

Hann sagði m.a. að þetta hefði verið dómgreindarleysi – hann hefði verið að taka lyfið til að ná sér af meiðslum. Hann sagðist sjá eftir ákvörðun sinni, hafa lært af reynslu sinni og hlakkað til að snúa aftur til keppni

A.m.k. í tvígang hafa kylfingar á PGA Tour hlotið leikbann vegna brota á stefnu mótaraöarinnar gegn ólöglegum efnum (ens. anti-doping policy), frá því farið var að prófa kylfinga fyrir mögulega eitur/lyfjamisnotkun, árið 2006.

Doug Barron hlaut árskeppnisbann 2009 fyrir að taka inn árangursbætandi lyf. Matt Every hlaut 3 mánaða keppnisbann á nýliðaári sínu 2010 á PGA Tour fyrir að neyta marihuana.

Frægt er hreindýrahornsmál Vijay Singh, en hann hlaut ekki keppnisbann.  Eins hefir vakið gríðarlega athygli nýlegt mál Dustin Johnson, en þá kepptust forsvarsmenn PGA Tour að verja ákvörðun Dustin Johnson „að taka sér frí til að taka á sínum einkamálum“ en aldrei talað um keppnisbann enda Dustin ekki sett í slíkt bann þó talið sé að hann hafi a.m.k. tvívegis fallið á kókaín prófum. Vijay er nr.262 á heimslistanum en Dustin Johnson nr. 21.

Ljóst er af þessu máli að sá sem er nr. 941 (Bahvik Patel) og nr. 21 (Dustin Johnson) hljóta ekki sömu meðferð.