Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 08:00

Jafnvel hundar Dufner-ast!

Bandaríski PGA Tour kylfingurinn DA Points tók meðfylgjandi mynd af hundi að Dufner-ast.

Að Dufner-ast er eiginlega sögn sem bundin er við golf.

Að Dufner-ast eða á ens.: „Dufnering“ er æði sem hófst í mars 2013 þegar PGA kylfingurinn Jason Dufner heimsótti J. Erik Jonsson Community skólann í Dallas fyrir mót og ljósmyndarar fundu Dufner þar sem honum hundleiddist greinilega inn í skólastofu og hann sat með uppgjafarsvip á gólfinu með krökkunum og hallaði sér upp að vegg skólastofunnar.

Þessi pósa vakti kátínu meðal félaga hans á PGA og kepptust allir við að láta taka af sér myndir í sömu stellingu og Jason Dufner.

Það að „dufnerast“ eða „dufnering“ eins og það nefnist á ensku varð að hálfgerðu æði.

Upprunalega myndin af Dufner að Dufner-ast:

Upprunalega myndin af Jason Dufner að Dufnerast

Upprunalega myndin af Jason Dufner að Dufnerast