Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jimmy Powell ——- 17. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jimmy Powell.  Powell er fæddur 17. janúar 1935 og á því 80 ára stórafmæli í dag.  Powell fæddist í Dallas, Texas og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með golfliði North Texas State University.  Hann gerðist atvinnumaður 1959 og á 8. áratug síðustu aldar var hann golfkennari á Stevens Park golfvellinum í Dallas.  Hátindur ferils hans var á Öldungamótaröð PGA þar sem hann vann 4 titla.  Besti árangur Powell í risamóti var að vera jafn öðrum í 33. sæti á PGA Championship risamótinu 1975. 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru:  Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Nina Muehl, 17. janúar 1987 (28 ára – austurrísk – LET); Lucie Andrè, 17. janúar 1988 (27 ára)   …. og …..

Sólrún Viðarsdóttir (53 ára)

Unnur Pétursdóttir (58 ára)

Binni Besti (19 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is