Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 13:15

Snilldarpar Kaymer á 10. braut í Abu Dhabi golfklúbbnum – Myndskeið

Martin Kaymer er efstur í Abu Dhabi HSBC Golf Championship fyrir lokahringinn sem spilaður verður á morgun.

Hann fékk hvorki fleiri né færri en 7 glæsifugla á hring sínum upp í dag og 65 högg því það sem skrifað var á skorkortið.

En högg dagsins hjá Kaymer og líklega í öllu mótinu er parið sem hann fékk á 10. braut golfvallar Abu Dhabi golfklúbbsins.

Eftir teighögg sló Kaymer 2. höggið sitt í glompu og úr glompunni yfir í flatarglompu og þaðan …… beint ofan í holu!

Svona gera bara snillingar!!!!

Til þess að sjá myndskeið af snilldarpari Kaymer á 10. braut Abu Dhabi golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: