Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 13:00

Evróputúrinn: Kaymer með afgerandi forystu e. 3. dag í Abu Dhabi

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er búinn að taka afgerandi forystu á Abu Dhabi HSBC Golf Championship eftir 3. keppnisdag.

Hann átti enn einn glæsihringinn upp á 7 undir pari, 65 högg og er samtals búinn að spila á 20 undir pari, 196 höggum (64 67 65).

Belginn Thomas Pieters er í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir Kaymer og stefnir því allt í 4. sigur Kaymer í Abu Dhabi á morgun.

Samtals er Pieters búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (65 67 70).

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Frakkinn Alexander Levy deila 3. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor.

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy deilir síðan 5. sætinu á 12 undir pari ásamt hinum suður-afríska Charl Schwartzel og Gary Stal frá Frakklandi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: