Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 08:30

PGA: 3 leiða á Sony Open e. 2. dag – Hápunktar

Það eru þeir Matt Kuchar, Webb Simpson og Justin Thomas, sem leiða eftir 2. dag Sony Open á Waialea í Hawaii.

Allir hafa þeir leikið á 12 undir pari, 128 höggum; Kuchar (65 63); Simpson (62 66) og Thomas (67 61).

Tim Clark og Tom Merritt deila síðan 4. sæti á samtals 10 undir pari hvor og Rory Sabbatini og Russell Knox deila 6. sæti á 9 undir pari, hvor.

Paul Casey sem leiddi eftir 1. dag náði ekki að fylgja glæsihring sínum upp á 62 eftir – spilaði á 70 og er runninn niður skortöfluna í 8. sæti sem hann deilir með 5 öðrum. Camilo Villegas, er síðan einn af 6 í 14. sæti.

Ýmsir komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Vijay Singh, Svíarnir David Lingmerth og Carl Petterson og suður-kóreaninn Seung Yul Noh.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Sony Open SMELLIÐ  HÉR: