Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 12:00

Slúðursögurnar ná hápunkti þar sem Nadia Forde er í Dubai á sama tíma og Rory

Rory McIlory tekur nú þátt í Abu Dhabi HSBC Golf Championship ….. og á sama tíma er góð „vinkona“ hans og samlandi er  í Dubai.

Það hefir gefið sögusögnum undir fótinn að eitthvað sé milli skötuhjúanna.

Nadia Forde hefir verið boððið að koma fram í næturklúbbnum C Club sem er í eigu Grand Millenium Hotel keðjunnar þ.e. nú í kvöld föstudag og annað kvöld, laugardagskvöldið.

Sagt er að Forde sé mikið að hitta vini sína í Dubaí og mörgum þykir augljóst að hún sé aðeins í Dubaí vegna Rory – hún hefir hins vegar sagt að þau séu aðeins „góðir vinir.“

Spurning hvort Rory hafi nokkurn tíma fyrir hana – Hann hefir 3 sinnum orðið í 2. sæti á Abu Dhabi HSBC Golf Championship og vill örugglega ekki að það endurtaki sig!