Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 11:00

GA: Opinn dagur í Golfhöllinni

Síðastliðinn laugardag, 10. janúar 2015 stóð Golfklúbbur Akureyrar (GA) fyrir opnum degi í Golfhöllinni.

Tókst hann virkilega vel og fjöldi fólks sem kíkti við og prófaði frábæra inniaðstöðu GA.

Golfhermarnir voru báðir opnir og sáust skemmtileg tilþrif þar.

Auk þess var nýráðinn golfkennari GA, Sturla Höskuldsson á svæðinu og gaf kylfingum góð ráð.

GA þakkar öllum þeim sem komu til þeirra kærlega fyrir komuna og vonast til að sjá alla aftur í Golfhöllinni.