Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 10:30

Evróputúrinn: Kaymer eykur forystu sína á 2. degi í Abu Dhabi

Þrefaldur sigurvegari á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, Martin Kaymer frá Þýskalandi,  jók forystu sína enn á 2. degi mótsins.

Kaymer er samtals búinn að spila á 13 undir pari 131 höggi (64 67).

Margir eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan gæti enn breyst eftir því sem líður á daginn.

Sá sem reynst gæti Kaymer skeinuhættur er Belginn Thomas Pieters,en hann er aðeins 2 höggum á eftir Kaymer þegar þetta er ritað (10:25) og á eftir að spila 8 holur.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: