Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Paola Moreno (11/45)

Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 8 var kólombíska stúlkan Paola Moreno .

Paola Moreno er frá Kólombíu. Hún fæddist 22. ágúst 1985 og er því 29 ára. Paola byrjaði að spila golf 7 ára. Hún segir mömmu sína vera mesta stuðningsmann sinn og þann einstakling, sem hafi haft mest áhrif á hana. Áhugamál utan golfsins er lestur góðra bóka.

Paola var í University of Southern California, spilaði með golfliði skólans. Á háskólaárum sínum var Paola PAC-10 bæði meistari í einstaklings og liðakeppni 2008 og hlaut „Honorable Mention.“ Hún varð í 2. sæti 2007 og valin  First Team All-American þetta sama ár. Paola útskrifaðist með gráðu í hagfræði.

Í mars 2009 gerðist Paola atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Futures. Nýliðaár hennar á LPGA var 2010, en hún komst á mótaröðina í 2. tilraun sinni og 2011 var hún að reyna að hljóta aukinn þátttökurétt á LPGA.