Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2015 | 08:00

PGA: Paul Casey og Webb Simpson leiða á Sony Open – Hápunktar 1. dags

Það eru Paul Casey og Webb Simpson, sem leiða á Sony Open, sem fram fer Waialea CC, í Hawaii.

Báðir léku þeir Casey og Simpson á 8 undir pari, 62 höggum.

Casey og Simpson fengu báðir 9 fugla og 1 skolla.

Í 3. sæti eru þeir Camilo Villegas og Robert Streb á 7 undir pari, 63 höggum.  Rory Sabbatini er síðan einn í 5. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Sony Open  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR: