GG: Halldór Einir endurkjörinn formaður og félagsgjöld lækkuð um 10.000 á aðalfundi
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fór fram 10. janúar s.l. í golfskálanum á Húsatóftum. Helstu tíðindi eru þau að Halldór Einir Smárason var endurkjörinn formaður GG. Stjórn er að mestu óbreytt en Hávarður Gunnarsson kemur inn í varastjórn í stað Jóns Guðmundssonar sem féll frá á síðasta ári.
Stjórnin kynnti tillögur að félagsgjaldi fyrir starfsárið 2015. Fundurinn samþykkti með miklum meirihluta að fara þá leið að lækka almennt félagsgjald úr 59.000 kr. í 49.000 kr. Félagsgjald hjá um 80% kylfingum lækkar þar með töluvert. Gerðar verða frekari breytingar á gjaldskrá GG fyrir starfsárið 2015 og verða þær kynntar nánar á næstu dögum. Stjórn GG er einhuga í þessari aðgerð. Stefnt er að því að fjölga félögum í GG töluvert á næstu þremur árum og er markmiðið að þeir verði 300 að þremur árum liðnum.
Eftir breytinguna verður Golfklúbbur Grindavíkur með lægsta félagsgjald 18 holu golfvallar á landinu og eitt lægsta vallargjald þó víðar væri leitað. Félagsgjald GG verður tæplega helmingi lægra en hjá stóru klúbbunum á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari niðurstöður fundarsins verða kunngerðar á heimasíðu GG á morgun, sunnudag. Þar verður að finna niðurstöðu ársreiknings og fleiri fréttir úr starfi GG.
Stjórn GG 2015: Halldór Einir Smárason formaður, Jón Júlíus Karlsson, Ingvar Guðjónsson, Sverrir Auðunson, Ólafur Már Guðmundsson, Sigmar Eðvardsson, Þorlákur Halldórsson.
Varastjórn: Halldór Jóel Ingvason og Hávarður Gunnarsson.
Heimild: Heimasíða GG – gggolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
