Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2015 | 08:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn náði ekki niðurskurði í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, náði ekki í gegnum niðurskurð á Red Sea Egyptian Classic 2015, sem fram fer í Sokhna golfklúbbnum í Egyptalandi, en mótið er hluti af þýsku mótaröðinni EDP Pro Golf Tour.

Þórður Rafn lék samtals á 9 yfir pari 153 höggum (76 77).

Á seinni hringnum í gær fékk Þórður Rafn 1 fugl og 6 skolla.

41 kylfingur komst í gegnum niðurskurð af 87 og þurfti að vera á 5 yfir til að komast í gegn að þessu sinni og var Þórður Rafn því 4 höggum frá því að komast í gegn.

Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic 2015 með því að  SMELLA HÉR: