Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2015 | 07:45

Evróputúrinn: Fowler meðal efstu manna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship snemma á 1. degi

Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler er einn af 3 sem leiða á Abu Dhabi HSBC Golf Championship snemma 1. keppnisdags í Abu Dhabi golfklúbbnum í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum.

Rickie er líkt og þeir Thomas Pieters frá Belgíu og Branden Grace frá Suður-Afríku búinn að spila á 6 undir pari og allir eiga þeir eftir 2 lokaholurnar.

Fast á hæla framangreindra 3 kylfingar eru Grégory Bourdy (5 undir pari) frá Frakklandi og  nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Gary Stal og  Spánverjinn Alejandro Cañizarez (allir á 4 undir pari).

Þetta er staðan þegar klukkan er 7:45 að staðartíma hér á Íslandi.  Margir eiga eftir að fara út og því gæti staða efstu manna enn breyst, en engu að síður góð byrjun hjá þeim Rickie og Rory, sem voru í sama ráshóp í dag og margir fylgdust með.

Fylgjast má með stöðunni á Abu Dhabi HSBC Golf Championship með því að SMELLA HÉR: