Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2015 | 15:00

Martin Kaymer svartsýnn á árangur sinn í Abu Dhabi þrátt fyrir fyrri sigra þar

Martin Kaymer staðhæfir að einstæður árangur hans á  Abu Dhabi HSBC Golf Championship skipti engu þegar hann hefur mótið á morgun, fimmtudaginn 15. janúar 2015.

Kaymer hefir sigrað í Abu Dhabi golfklúbbnum árin 2008, 2010 og 2011, og var auk þess í 2. sæti árið 2009, en hann telur að breytingar á vellinum undanfarin ár gætu hafa minnkað sigurmöguleika hans.

„Þetta er alltaf góð byrjun á keppnistímabilinu,“ sagði Kaymer.

„Fyrsta mótið mitt á Evrópumótaröðinni hefir verið hér á hverju ári, átta ár aftur í tímann, ég hef spilað hér frá árinu 2007, þannig ekki alveg frá byrjun en í 9. skiptið í þetta sinn.“

„Mér hefir gengið vel hér, en golfvöllurinn hefir breyst ansi mikið – Það er erfitt að segja hvort hann varð erfiðari eða auðveldari við breytingarnar.“

„Fyrir mig er það aðeins flóknara. Þeir hafa breytt nokkrum flötum og teigum þannig að það er alls ekki gefið að ég komi til með að sigra. Fullt af fólki segir: „Ó, við verðum aðeins að sigra þig þessa vikuna – En það er ekki ég – það eru nokkrir aðrir strákar hér – og það er allt opið.“

„Ég held að lykillinn hafi verið að ég hef púttað virkilega, virkilega vel á þessum flötum. Stundum eru vellir þar sem greenin henta manni og maður þarf ekki að hugsa svo mikið, maður dregur ekkert sem maður gerir í efa ef maður velur réttu línuna.“

„Þetta er held ég aðalástæðan fyrir að ég spilaði svo vel  og ég hef ekki misst margar brautir hér á undanförnum árum.  Ég var á braut í 11-12 skipti á hring og völlurinn var áður miklu styttri. Og ef maður er að pútta vel og er oft á braut þá er erfitt að skora illa.“

Kaymer var í Evrópu um jólin – hætti við að fara til Bandaríkjanna eins og hann gerir venjulega um jólin og kaus að verja jólafríinu við golfæfingar í Þýskalandi og fór síðan á skíði í Ítalíu til þess að slaka aðeins á frá öllu.

„Undirbúningur minn hefir verið aðeins öðruvísi,“ bætti Kaymer við.

„Frá árinu 2005 hef ég alltaf verið í Bandaríkjunum á jólunum. En á síðasta og á þessu ári var ég heima í Þýskalandi; ég hef ekki verið mikið í golfi.

„Á þessu ári var ég kominn til Dubaí vikuna fyrir mótið hér, ég æfði svolítið, þannig að þannig var undirbúningurinn öðruvísi, sem þýðir ekki að þetta sé verra eða betra. Mér líður vel – það var mjög nauðsynlegt að taka sér frí eftir svona langt keppnistímabil á síðasta ári.“

„Þannig að nú er ég ekkert með miklar væntingar eins og á hverju ári. Ég nálgast þetta aðeins eins og hlutlaust mót, vegna þess ég held að ef maður fer að bera sig saman við hvernig maður lék 2008, eða 2010 eða 2011, þá setur maður sjálfkrafa pressu á sig, vegna þess að ég spilaði virkilega, virkilega vel án þess að gera mikið af mistökum.“

„Á einu af þessum árum var ég bara með 1 skolla á 4 hringjum. Það er mjög erfitt að fylgja eftir slíkum árangri þannig að ég nálgast morgundaginn og daginn þar á eftir bara eins og hverju öðru móti sem ég elska að spila í.  Það eru ákveðnir jákvæðir þætti sem ég reyni að tileinka mér, en ég reyni að setja mig ekki að ástæðulausu undir pressu.“

„Mér finnst enn gaman að golfvellinum, en það þýðir ekki að mér muni ganga vel hér á hverju ári.“

Meðal þeirra sem reyna að koma í veg fyrir að Kaymer sigri í Abu Dhabi í 4. sinn eru ekki minni menn en nr. 1 og 2 á heimslistanum: Rory McIlroy og Henrik Stenson og síðan líka menn á borð við nr. 6 á heimslistanum Justin Rose og  nr. 10 á heimslistanum Rickie Fowler, en allir eru þeir hærra rankaðir á heimslistanum en Kaymer sem situr sem stendur í 12. sætinu.

Það kynni að breytast eftir mótið!