Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2015 | 11:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á 4 yfir pari e. 1. dag í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Red Sea Egyptian Classic 2015, sem fram fer í Sokhna golfklúbbnum í Egyptalandi, en mótið er hluti af þýsku mótaröðinni Pro Golf Tour.

Fyrsta hring lék Þórður Rafn á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 3 fugla, 5 skolla og 1 skramba.

Eftir 1. dag er hann í 57. sæti af 87 keppendum mótsins.

Það er skoski kylfingurinn Ross Cameron, sem leiðir eftir 1. dag á 6 undir pari, 66 höggum.

Fylgjast má með Þórði Rafni í Egyptalandi með því að  SMELLA HÉR: