Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2015 | 10:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Ricardo Gonzalez (26/27)

Það var argentínski kylfingurinn Ricardo Gonzalez sem varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni  15.-20. nóvember 2014.

Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Ricardo Gonzalez fæddist 24. október 1969 og var sá elsti til þess að komast í gegnum Q-school að þessu sinni 45 ára, enda mikill reynslubolti hér á ferð.

Þetta var í 7. sinn sem Gonzalez hefir þurft að fara í Q-school frá árinu 1989 og honum hefir tekist að komast í gegn í öll skipti nema 1996, en það ár gerðist hann atvinnumaður í golfi og hefir því verið að í 19 ár í atvinnumennskunni í golfinu.

Af þessum 19 árum sínum hefir hann samfellt verið í 17 ár á Evrópumótaröðinni og árið 2015 verður 18. árið hans á Evróputúrnum. Gonzalez er því ekki „nýr strákur” hann var bara að endurnýja kortið sitt og spilarétt á túrnum.

Ricardo Gonzalez er kvæntur konu sinni Ritu og á með henni 3 uppkomin börn; Rominu (f. 1988), Micaelu (f. 1994) og Santiago (f. 1998).

Sem stendur er Gonzalez nr. 404 á heimslistanum.