Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2015 | 09:45

Trump fékk fegurðardrottningar til aðstoðar við opnun Red Tiger vallarins

Donald Trump opnaði nýja Red Tiger golfvöll sinn í Trump National Doral á mánudeginum s.l., þ.e. 12. janúar 2015.

Til aðstoðar við opnunina fékk Trump fegurðardrottningar úr Miss Universe.

Golf.com sagði að írska fegurðardrottningin Lisa Madden hefði haft langt um bestu sveifluna og á hæla henni hefði verið ungfrú Ísrael, Doron Matolon.

Jafnframt var tekið fram að ungfrú Tékklandi Gabriela Frankova myndi fá sérstök verðlaun fyrir úthald og sagt að það gæti ekki verið auðvelt að slá bolta í háhæluðum skóm og reyna að halda pilsinu niðri í vindinum um leið!

Sjá má frétt Golf.com og myndskeið frá opnuninni með því að SMELLA HÉR: